Kim Jong Un hnyklar vöðvana

ERLENT  | 15. janúar | 14:33 
Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu, var viðstaddur umfangsmikla hersýningu í höfuðborginni Poyngyang í vikunni þar sem ný flugskeyti hersins voru til sýnis sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Tímasetningin þykir táknræn og á að sýna styrk hersins í aðdraganda forsetaskiptanna í Bandaríkjunum.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður Kóreu, var viðstaddur umfangsmikla hersýningu í höfuðborginni Poyngyang í vikunni þar sem ný flugskeyti hersins voru til sýnis sem hægt er að skjóta úr kafbátum. Tímasetningin þykir táknræn og á að sýna styrk hersins í aðdraganda forsetaskiptanna í Bandaríkjunum. 

Sýningin var lokahnykkur á aðalfundi Verkamannaflokksins í landinu sem haldinn er á fimm ára fresti. Á fundinum lýsti Kim Jong Un því meðal annars yfir að Bandaríkin væri helsti óvinur Norður Kóreu. 

 

Í myndskeiðuðunum má sjá myndir af sýningunni sem var býsna tilkomumikil. Þar heyrist líka í skörulegum fréttamanni þjóðarfréttastofunnar KNCA segja frá nýjasta vopni hersins sem stjórnvöld hafa sett mikið púður í að kynna. „Heimsins kraftmesta vopn, flugskeyti sem skotið er úr kafbátum, koma inn á torgið hvert á fætur öðru og sýna styrk hersveitanna.“

 

 

Búist er við að Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, muni beita hefðbundnari diplómatískum leiðum í samskiptum sínum við stjórnvöld í Norður Kóreu en Donald Trump hefur gert. Áður en kemur að því er lögð mikil áhersla á að sýna hernaðarstyrk af Kim Jong Un og stjórnendum Verkamannaflokksins. Fréttaskýrendur AFP segja ómögulegt að segja til um hvort flugskeytin virki jafn vel og þau eru sögð gera.

Þættir