Kæruleysið er ekki gott

ÍÞRÓTTIR  | 1. febrúar | 21:05 
Hörður Axel Vilhjálmsson bakvörður Keflvíkinga var sáttur með hafa landað sigri gegn ÍR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld 86:79 en sagði sína menn eiga inni.

Hörður Axel Vilhjálmsson bakvörður Keflvíkinga var sáttur með hafa landað sigri gegn ÍR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld 86:79 en sagði sína menn eiga inni. 

Keflvíkingar

Hörður var ánægður með byrjunina á leik sinna manna þar sem þeir voru grimmir í aðgerðum. Hðrður hrósaði ÍR-ingnum Colin Pryor sem átti skínandi fínan leik í kvöld og reyndist Keflvíkingum erfiður.

Hörður sagði að ákveðið kæruleysi hefði látið á sér kræla þegar liðið hafi á köflum verið að keyra upp hraðann. Í kjölfarið hafi liðið tekið slæmar ákvarðanir. Slíkt sé ekki hægt þar sem deildin er bæði hröð og sterk.

Þættir