Var skíthræddur við þennan leik

ÍÞRÓTTIR  | 7. febrúar | 22:05 
Hjalti Villhjálmsson þjálfari Kelfvíkinga var sáttur við stórsigur sinna manna gegn Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld.

Hjalti Villhjálmsson, þjálfari Kelfvíkinga, var sáttur við stórsigur sinna manna gegn Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld.

Hjalti sagðist þó hafa búist við gestum sínum úr Skagafirði sterkari og sagðist hafa haft áhyggjur af kvöldinu.

Hjalti talaði um að Keflvíkingar hafi gert gríðarlega vel varnarlega. Hjalti játaði að þeir hefðu farið vel yfir leik Tindastólsmanna.

Keflvíkingar hafa verið við það að missa forskot í vetur og var augljóst að Hjalti vildi ekki slíkt í kvöld því hann hélt sínum mönnum vel á tánum þrátt fyrir að vera í góðu forskoti. 

Viðtalið við Hjalta má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir