Segja Ísraela stöðva bóluefnasendingu

ERLENT  | 17. febrúar | 8:17 
Hamas-samtökin gagnrýna harðlega synjun ísraelskra stjórnvalda um að senda tvö þúsund skammta af bóluefni til Gaza en til stóð að þeir yrðu nýttir til að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu. Segja samtökin þetta brot á alþjóðalögum.

Hamas-samtökin gagnrýna harðlega synjun ísraelskra stjórnvalda um að senda tvö þúsund skammta af bóluefni til Gaza en til stóð að þeir yrðu nýttir til að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu. Segja samtökin þetta brot á alþjóðalögum.

Palestínsk yfirvöld, sem staðsett eru á Vesturbakkanum, ætluðu að senda Spútnik V-bóluefnaskammtana í gegnum Ísrael til Gaza en þar eru Hamas-samtökin við stjórn. Í gærkvöldi greindi heilbrigðisráðherra Palestínu frá því að Ísraelar hafi komið í veg fyrir flutninginn. 

Talsmaður Hamas, Hazem Qassem, segir að þetta sé brot á alþjóðalögum og einnig brot á mannúðargildum. Deild innan ísraelska hersins, COGAT, sem fer með borgaraleg málefni á herteknum svæðum Palestínu, segir að óskað hafi verið eftir því að flytja þúsund bóluefnisskammta til Gaza og að beiðnin bíði eftir pólitísku samþykki. 

 

Yfirvöld í Palestínu hafa óskað eftir því við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina að hún fordæmi Ísrael fyrir þetta. Palestína á von á tveimur milljónum bóluefnisskammta frá nokkrum framleiðendum en um er að ræða hluta af Covax-samkomulaginu sem felur í sér að veita fátækari ríkjum bóluefni. Byrjað var að bólusetja framlínustarfsmenn fyrr í mánuðinum og hafa nú um 10 þúsund fengið Spútnik V-bóluefnið og nokkur þúsund Moderna. 

Ekkert land í heimi hefur bólusett jafn hátt hlutfall landsmanna og Ísrael. 

Þættir