Gylfi um Liverpool: Þá fer sjálfstraustið

ÍÞRÓTTIR  | 27. febrúar | 21:12 
„Ég sé að það vantar leiðtoga í vörnina hjá þeim. Það er erfitt að fá nýjan inn þegar það vantar besta varnarmanninn. Hann er gríðarlegur leiðtogi og einn besti varnarmaður deildarinnar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Tómas Þór Þórðarson um Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool.

„Ég sé að það vantar leiðtoga í vörnina hjá þeim. Það er erfitt að fá nýjan inn þegar það vantar besta varnarmanninn. Hann er gríðarlegur leiðtogi og einn besti varnarmaður deildarinnar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Tómas Þór Þórðarson um Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool.

Tómas ræddi við Gylfa um Liverpool, sem hefur átt erfitt tímabil og tapað síðustu fjórum heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Svona kemur fyrir lið. Nokkur slæm úrslit og þá fer sjálfstraustið. Þeir eru búnir að spila helling af leikjum síðustu tvö ár. Þreytan er kannski smá hluti ef þessu en meiðslin er stærsti hlutinn,“ sagði Gylfi.

Bútinn úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Er um þriðja bútinn af fjórum að ræða úr viðtalinu, en fyrri tvo má nálgast hér fyrir neðan. 

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/02/27/sjonvarpsglap_gylfa_kom_ser_vel_myndskeid/

https://www.mbl.is/sport/enski/2021/02/26/gylfi_frettir_af_eldvarnarkerfinu_a_rokum_reistar/

Þættir