Gylfi Þór: Aldrei í hættu

ÍÞRÓTTIR  | 4. mars | 21:06 
„Sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson léttur í samtali við Sky Sports eftir 1:0-sigur Everton gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Hawthorns í kvöld.

„Sigurinn var aldrei í hættu,“ sagði landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson léttur í samtali við Sky Sports eftir 1:0-sigur Everton gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á The Hawthorns í kvöld.

Gylfi lagði upp sig­ur­markið – Evert­on í fjórða sæti

Richarlison skoraði sigurmark leiksins eftir stoðsendingu Gylfa en WBA jafnaði metin í uppbótartíma. Markið fékk hins vegar ekki að standa vegna rangstöðu.

„Michael Keane var sannfærður um að þetta væri rangstaða og ég hafði því engar áhyggjur. Dominic Calvert-Lewin hefur verið okkur mikilvægur þegar kemur að markaskorun á tímabilinu en Richarlison er að stíga upp á réttum tíma.

Hann er búinn að skora í tveimur leikjum í röð í tveimur 1:0-sigrum og þetta eru sex stig sem hann hefur tryggt okkur. Þeir vörðust virkilega vel og við höfðum það á tilfinningunni að mark eftir fast leikatriði gæti tryggt sigurinn.

Þetta er ansi þétt á toppi deildarinnar en við erum á góðu skriði. Ef við höldum áfram á sömu braut eigum við möguleika á efstu sætunum,“ bætti Gylfi við.

Þættir