Trompaðist og grýtti spaðanum á eftir mér

ÍÞRÓTTIR  | 15. mars | 13:03 
„Við vorum alltaf að spila heima, ég og Óli bróðir, og hann er fimm árum eldri en ég,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Við vorum alltaf að spila heima, ég og Óli bróðir, og hann er fimm árum eldri en ég,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðmundur spilaði mikið við eldri bróður sinn Ólaf Stephensen sem fæddist árið 1977 en Guðmundur var átta ára þegar hann vann bróður sinn í fyrsta sinn.

„Hann vinnur mig eðlilega í öllu þegar ég er sex ára og hann ellefu ára en einhvern tímann í kringum átta ára aldurinn vinn ég hann í fyrsta sinn,“ sagði Guðmundur.

„Hann gjörsamlega snappar og tryllist. Hann tók spaðann og ég man bara að ég sá framan í hann og hleyp úr úr herberginu þar sem við vorum að spila.

Ég rétt næ að loka dyrunum þegar spaðinn kom á fleygiferð á eftir mér í hurðina og spaðinn auðvitað mölbrotnar,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir