Hingað kominn til að ná mér í kærustu

ÍÞRÓTTIR  | 30. mars | 15:45 
„Ég er náttúrlega frá Norður-Noregi og vanur að grínast með ýmislegt,“ sagði Snorri Einarsson, fremsti skíðagöngumaður þjóðarinnar, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég er náttúrlega frá Norður-Noregi og vanur að grínast með ýmislegt,“ sagði Snorri Einarsson, fremsti skíðagöngumaður þjóðarinnar, í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Snorri fékk íþróttastyrk í Bandaríkjunum árin 2006 og 2007 við háskólann í Utah þar sem hann stundaði skíðagöngu af kappi.

Þar varð hann landsmeistari á sínu fyrstu tímabili en Snorri kom sér í klandur fljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna.

„Þegar ég er nýkominn út þá fer ég á fund með öllum stjórnendum íþróttadeildar Utah-háskólans,“ segir Snorri.

„Þetta var háalvarlegur fundur þar sem umræðan var öll í þá áttina að það kæmi ekkert annað til greina en að verða landsmeistarar.

Þegar kom að mér að kynna mig þá sagðist ég heita Snorri og að ég væri kominn til Bandaríkjanna til þess að ná mér í konu,“ sagði Snorri meðal annars.

Viðtalið við Snorra í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir