Áfram óeirðir í Belfast

ERLENT  | 9. apríl | 12:52 
Lögreglan í Belfast á Norður-Írlandi beitti öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum og óeirðaseggjum á götum borginnar í gærkvöldi og nótt. Þetta er sjöunda kvöldið í röð sem óeirðir geisa í borginni.

Lögreglan í Belfast á Norður-Írlandi beitti öflugum vatnsbyssum gegn mótmælendum og óeirðaseggjum á götum borginnar í gærkvöldi og nótt. Þetta er sjöunda kvöldið í röð sem óeirðir geisa í borginni.

Ungmenni hentu flugeldum og grjóti í átt að lögreglu í hverfi þjóðernissinna í vesturhluta borginnar en lögregla sprautaði vatni á fólkið.

Lög­regl­an á Norður-Írlandi hef­ur ráðið fólki frá því að koma á svæðið.

Frétt mbl.is

Upptök óeirðanna má rekja til síðustu viku þegar sambandssinnar lýstu óánægju með að leiðtogar Sinn Fein, írskra þjóðernissinna, hefðu ekki verið ákærðir fyrir að mæta í fjölmenna jarðarför fyrrverandi foringja írska lýðveldishersins síðastliðið sumar.

Einnig eru nýjar reglur í kjölfar Brexit sagðr kynda undir óánægju á Norður-Írlandi.

Umfjöllun BBC.

Þættir