Geta farið á krána á morgun

ERLENT  | 11. apríl | 8:50 
Englendingar geta farið á krána og á veitingastaði á morgun eftir langt hlé er nýjar sóttvarnareglur taka þar gildi.

Englendingar geta farið á krána og á veitingastaði á morgun eftir langt hlé er nýjar sóttvarnareglur taka þar gildi.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biður fólk um að fara varlega þrátt fyrir að slakað sé á reglum. Meðal annars verða verslanir sem selja annað en nauðsynjavörur opnaðar sem og líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur. 

Neytendur eru beðnir um að sýna aðgát og virða tveggja metra regluna þegar komið er í verslanir en fastlega er gert ráð fyrir að margir muni notfæra sér að geta komist í aðrar búðir en matvöru- og lyfjaverslanir eftir langt hlé.

Vonir standa til að hægt verði að heimila ferðalög til annarra landa í næstu aðgerðum, það er þegar slakað verður enn frekar á sóttvarnareglum 17. maí. Johnson segir að það sé samt óvíst – það fari eftir þróuninni annars staðar í heiminum. Upplýst verði um það með góðum fyrirvara að því er segir á vef BBC.

Guardian greinir frá því að þekktir vísindamenn vari við því að hætta sé á þriðju bylgju Covid-19 í Bretlandi með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að draga úr hömlum. Opinberar tölur sýni að á ákveðnum svæðum geisi faraldurinn enn af fullum þunga. Vísindamennirnir saka stjórnvöld um að standa ekki við gefin heit um að fara eftir tölum ekki dagsetningum þegar kemur að afléttingu sóttvarnareglna.

 

Þættir