Þarf sem betur fer ekki að búa með Jóhanni

ÍÞRÓTTIR  | 16. apríl | 12:46 
„Ég þarf sem betur fer ekki að búa með honum því það þurfa öll smáatriði að vera á hreinu,“ sagði Nick Pope, markvörður Burnley, um liðsfélaga sinn Jóhann Berg Guðmundsson við Tómas Þór Þórðarson á Símanum Sport.

„Ég þarf sem betur fer ekki að búa með honum því það þurfa öll smáatriði að vera á hreinu,“ sagði Nick Pope, markvörður Burnley, um liðsfélaga sinn Jóhann Berg Guðmundsson við Tómas Þór Þórðarson á Símanum Sport.

Pope ræddi við Tómas um tímabilið með Burnley og íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg en þeir Jóhann eru góðir vinir utan vallar.

„Frá því kórónuveirufaraldurinn skaut upp kollinum höfum við ekki getað ferðast saman á æfingar en fram að því urðum við samferða á allar æfingar í þrjú ár,“ sagði Pope.

„Jóhann er stór leikmaður fyrir okkur og ég nýt þess að spila með honum. Vonandi nær hann að sýna sitt rétta andlit í lokaleikjunum og skora nokkur mörk því við erum betra lið með hann inni á vellinum.

Það er fínt að koma heim til sín eftir æfingar og hann er ekki þar,“ bætti Pope við í léttum tón.

Þættir