Bjarni um Tottenham: Allt í rugli

ÍÞRÓTTIR  | 20. apríl | 16:44 
„Það er óskiljanlegt af hverju þeir reka hann núna,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, í Vellinum á Símanum Sport í gær.

„Það er óskiljanlegt af hverju þeir reka hann núna,“ sagði Gylfi Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, í Vellinum á Símanum Sport í gær.

José Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham í gær eftir rúmlega eitt og hálft ár í starfi en gengi liðsins eftir áramót hefur ekki verið gott.

Tottenham mætir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins um helgina á Wembley í London og því hafa margir sett spurningarmerki við tímasetninguna á brottrekstri Portúgalans.

„Ef Mourinho kann eitthvað þá er það að fara inn í svona úrslitaleik, leggja fallegu rútunni sinni, og sækja svo hratt með þessa öflugu sóknarmenn sem hann er með,“ bætti Gylfi við.

„Hann er fenginn þarna inn til þess að vinna bikara og þess vegna er þetta kannski galin ákvörðun á þessum tímapunkti,“ bætti Bjarni Þór Viðarsson við.

„Það virðist alltaf hafa verið komið í rugl innan leikmannahópsins og þeir spila leiðinlegan fótbolta líka.

Harry Kane og Son Heung-min eru búnir á því og þeir eru ekki með nógu breiðan hóp til að skila úrslitum í hús,“ bætti Bjarni við.

Þættir