Eigandi Liverpool biðst afsökunar

ÍÞRÓTTIR  | 21. apríl | 12:19 
John W. Henry, aðaleigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar á því sem átti sér stað þegar félagið hugðist taka þátt í stofnun evrópsku ofurdeildarinnar.

John W. Henry, aðaleigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar á því sem átti sér stað þegar félagið hugðist taka þátt í stofnun evrópsku ofurdeildarinnar.

Liverpool tilkynnti í gærkvöld að félagið væri hætt við þátttöku í deildinni, eins og hin fimm ensku félögin sem þar áttu að vera stofnfélagar, en mörgu stuðningsfólki Liverpool þótti lítið til þeirrar tilkynningar koma. 

„Það liggur í augum uppi en það er rétt að segja það hér að þetta verkefni hefði aldrei gengið upp án þátttöku stuðningsfólksins. Síðustu 48 tímana hafið þið gefið mjög augljóslega til kynna að þetta myndi ekki ganga upp. Við heyrðum til ykkar. Ég heyrði til ykkar. Og ég vil biðja Jürgen, Billy, leikmennina og alla sem vinna hart hjá LFC við að gera stuðningsfólk okkar stolt af félaginu afsökunar. Þeir báru alls enga ábyrgð á þessari truflun. Þeir fundu mest fyrir henni og það var ekki sanngjarnt. Þetta er leiðinlegast af öllu. Þeir elska félagið ykkar og leggja sig fram um að gera ykkur stolt af því á hverjum degi,“ sagði Henry m.a. í yfirlýsingunni.

Hann sagði ennfremur m.a. sér þætti þetta leitt og hann bæri einn ábyrgðina á þeirri óþörfu neikvæðni sem hefði ríkt í kringum félagið síðustu daga. „Þetta sýnir valdið sem stuðningsfólkið hefur í dag og mun hafa áfram með fullum rétti. Ef það er eitthvað sem þessi hræðilegi heimsfaraldur hefur sýnt þá er það hversu mikilvægt stuðningsfólkið er íþróttinni okkar og öllum íþróttum,“ sagði Henry ennfremur.

 

Þættir