Fúkyrðunum hefur rignt yfir mann

ÍÞRÓTTIR  | 26. apríl | 15:22 
„Ég hef margoft, í gegnum tíðina, fengið að heyra alls konar hluti um sjálfa mig sem eru ekki réttir,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrrverandi atvinnukylfingur, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég hef margoft, í gegnum tíðina, fengið að heyra alls konar hluti um sjálfa mig sem eru ekki réttir,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrrverandi atvinnukylfingur, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Valdís hefur verið reglulega á milli tannanna á fólki síðan henni skaut fyrst upp á stjörnuhimininn árið 2009 þegar hún varð Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn, þá nítján ára gömul.

Í viðtali við hana sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði sagði hún meðal annars að fólk þekkti ekki manneskjuna Valdísi Þóru en það vakti athygli margra.

„Einu sinni var ég á leiðinni í partí með vinkonum mínum til vinnufélaga einnar vinkonunnar og hún var spurð að því hverjir væru með henni,“ sagði Valdís.

„Þegar hún sagði nafnið mitt þá sagði viðkomandi: Valdís! Hún er nú algjör tussa! Þá var þetta bara einhver sem hafði séð 30 sekúndna klippu af mér í sjónvarpinu að slá einhvern hvítan bolta.

Þú getur ekki dæmt fólk út frá einhverjum stuttum sjónvarpsklippum eða þá stuttu viðtali þegar hann er að tapa Íslandsmeistaratitli,“ sagði Valdís meðal annars.

Viðtalið við Valdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir