Mikill fórnarkostnaður á bak við árangurinn

ÍÞRÓTTIR  | 26. apríl | 16:11 
„Árið 2020 átti, mögulega, að vera síðasta árið mitt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrrverandi atvinnukylfingur, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Árið 2020 átti, mögulega, að vera síðasta árið mitt,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrrverandi atvinnukylfingur, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Valdís Þóra tilkynnti á dögunum að hún hefði lagt atvinnukylfurnar á hilluna vegna langvarandi álagsmeiðsla.

Hún hefur verið atvinnukylfingur frá árinu 2013 og hefur þurft að fórna mörgu fyrir atvinnumannsferilinn.

„Það er ofboðslega mikið sem maður hefur fengið að upplifa og gera á ævinni en á sama tíma er hefur maður líka dregist mikið aftur úr sínum jafnöldrum,“ sagði Valdís.

„Allar vinkonur mínar eru komnar með hús, börn, maka, bíl og giftar á meðan ég er alein, bý heima hjá mömmu og pabba og á ekki neitt.

Þú ert að gefa rosa mikið eftir í lífinu til þess að upplifa eitthvað sem allir fá ekki að upplifa,“ sagði Valdís meðal annars.

Viðtalið við Valdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir