Natan er spenntur fyrir kvöldinu

FÓLKIÐ  | 30. apríl | 11:14 
Natan Dagur, keppandi í Voice í Noregi, stígur á svið í kvöld. Hann mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í beinni útsendinu á TV2.

Natan Dagur, keppandi í Voice í Noregi, stígur á svið í kvöld. Hann mun flytja lagið Vor í Vaglaskógi í beinni útsendingu á TV2. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/04/29/islendingar_geta_kosid_natan_dag/

Mbl.is náði tali af Natani þar sem hann var á leið sinni í undirbúning og tökur fyrir þátt kvöldsins. Átta keppendur stíga á svið í kvöld en einungis fjórir munu komast áfram.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/03/26/natan_dagur_hafdi_betur_i_einviginu/

Íslengingar sem og aðrir geta greitt atkvæði í Voice í kvöld um leið og bein útsending byrjar á tv2.no. Hægt er að kjósa þrisvar úr hverri ip-tölu. 

Natan segir í samtali við mbl.is að hann sé mjög spenntur fyrir kvöldinu, þó að auðvitað fylgi þó að verkefni sem þessu fylgi auðvitað alltaf stress. 

https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/03/26/natan_dagur_slaer_i_gegn_i_norska_voice/

 

Óhætt er að segja að Natan hafi notið verulegrar hylli en myndbönd með frammistöðum hans hafa hlotið mikið áhorf. 

Frammistaða Natans í svokölluðum blindum áheyrnaprufum hefur nú verið spiluð yfir 1,2 milljón sinnum á Youtube. Hana er einnig að finna á öðrum streymisveitum. 

 

 

 

Það var myndband af Natan að syngja lagið Stay, númer eitt á vinsældarlistum á Youtube í Noregi. 

 

 

 

Þættir