Sandkassinn sem fyllti mælinn

ÍÞRÓTTIR  | 3. maí | 23:11 
„Það sauð bara upp úr þessum potti sem hefur verið að malla síðan Glazer-fjölskyldan keypti Manchester United,“ sagði Tryggvi Páll Tryggvason, einn af ritstjórum Rauðudjöflanna.is, um mótmælin sem áttu sér stað á Old Traffod í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

„Það sauð bara upp úr þessum potti sem hefur verið að malla síðan Glazer-fjölskyldan keypti Manchester United,“ sagði Tryggvi Páll Tryggvason, einn af ritstjórum Rauðudjöflanna.is, um mótmælin sem áttu sér stað á Old Traffod í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Fresta þurfti stórleik Manchester United og Liverpool vegna mótmæla stuðningsmanna United á Old Trafford í gær en þeir brutust inn á völlinn og létu öllum illum látum til þess að mótmæla eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu.

„Þessi ofurdeildarpæling hjá félaginu virðist hafa verið sandkassinn sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum félagsins,“ sagði Tryggvi.

„Öll þessi reiði sem hefur mallað með þetta eignarhald undanfarin ár kemur upp enda hafa þeir tekið gríðarlegar fjárhæðir úr félaginu til þess að fjármagna eigin kaup á félaginu.

Þeir hafa ekki verið að eyða eigin peningum í leikmenn heldur eru þetta allt peningar sem félagið hefur búið til í gegnum eigin rekstur,“ sagði Tryggvi meðal annars.

Þættir