Margrét Lára: Skrítið að fá Bale og vinna ekki með honum

ÍÞRÓTTIR  | 4. maí | 10:01 
Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um Gareth Bale og af hverju hann hafi ekki verið í stærra hlutverki hjá Tottenham á tímabilinu undir hinum brottrekna José Mourinho.

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um Gareth Bale og af hverju hann hafi ekki verið í stærra hlutverki hjá Tottenham á tímabilinu undir hinum brottrekna José Mourinho.

Tómas Þór Þórðarson velti þessu upp og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði til:

„Maður spyr sig þessarar spurningar og hefur gert oft og tíðum í vetur. En maður veit ekki hvað gekk þarna á og hvað fór þeirra á milli, hans og Mourinhos.

Mér finnst skrítið að fá leikmann eins og Bale í Tottenham, fyrrverandi Tottenhammann og væntanlega með hjarta fyrir þessum klúbb, og vinna ekki með honum og fá það besta út úr honum.“

Bale fór á kostum í síðasta leik og sýndi að hann hefur engu gleymt þegar hann skoraði þrennu fyrir Tottenham í 4:0-sigri gegn Sheffield United á sunnudagskvöld. Annað markið hans var sérstaklega huggulegt.

„Sjáið þessa afgreiðslu, þetta er bara stórkostlegt. Það eru ekkert margir sem taka boltann þarna og setja hann í vinkilinn af þessu færi,“ sagði Margrét Lára um þetta mark.

Umræður hennar, Tómasar Þórs og Bjarna Þórs Viðarssonar um Bale í Vellinum í gærkvöldi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir