Við beittum þeirra eigin bragði

ÍÞRÓTTIR  | 5. maí | 22:20 
Grindvíkingurinn knái Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna kvenna í fyrsta leik Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Grindvíkingurinn knái Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfoss var kampakátur eftir sigur sinna kvenna í fyrsta leik Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Selfyssingar tóku 3:0 útisigur gegn nýliðum Keflavíkur og sagði Alfreð aldrei hafa stýrt liði sínu til sigurs í fyrsta leik mótsins áður.  Alfreð sagðist hafa mætt Keflavík og beitt þeirra eigin bragði gegn þeim, þ.e. að spila af hörku, en hann sagði það alltaf erfitt að mæta liðum Gunnars Jónssonar þar sem þær spila af mikilli hörku. 

Sigurinn sagði hann mikilvægan fyrir framhaldið og bætti hann við að "gamla brýnið" Hólmfríður Magnúsdóttir sem þóttist vera hætt hafi komist vel frá sínu þetta kvöldið ásamt því að liðið spilaði mjög vel. 

Viðtalið er í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir