Mörkin: Sigurmark á lokamínútunni og tvö rauð spjöld

ÍÞRÓTTIR  | 9. maí | 14:37 
Morgan Gibbs-White var hetja Úlfanna þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Brighton í 2:1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Morgan Gibbs-White var hetja Úlfanna þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Brighton í 2:1 sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Lewis Dunk hafði komið Brighton yfir í fyrri „hálfleik og fékk svo beint rautt spjald snemma í þeim síðari fyrir að brjóta á Fábio Silva sem aftasti maður.

Adama Traoré jafnaði metin á 76. mínútu og Gibbs-White skoraði svo á 90. mínútu til að tryggja Úlfunum sigurinn.

Eftir að búið var að flauta til leiksloka bættist eitt rautt spjald við þegar Neal Maupay, leikmaður Brighton, fékk reisupassann fyrir að láta Jon Moss, dómara leiksins heyra það.

Öll mörkin og rauðu spjöldin úr leiknum, sem var í beinni útsendingu á Símanum Sport, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir