Eiður: Eins og hann sé á vespu inni á vellinum

ÍÞRÓTTIR  | 9. maí | 22:17 
Eiður Smári Guðjohnsen hrósaði N'Golo Kanté, miðjumanni enska knattspyrnufélagsins Chelsea, í hástert í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen hrósaði N'Golo Kanté, miðjumanni enska knattspyrnufélagsins Chelsea, í hástert í Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Kanté hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá Chelsea síðan að Thomas Tuchel tók við stjórnartaumunum hjá félaginu af Frank Lampard í lok janúar.

Chelsea hefur verið á miklu skriði en liðið er komið í úrslit bikarkeppninnar á Englandi og úrslit Meistaradeildarinnar.

„Það er eins og N'Golo Kanté sé á vespu inni á vellinum, hann er alls staðar og kemur með þvílíka orku inn í liðið,“ sagði Eiður.

„Það er ótrúleg breidd í leikmannahópnum og það er fullt af flottum leikmönnum þarna sem munu hugsanlega stíga enn stærra skref fyrir næstu leiktíð,“ bætti Eiður Smári við.

Þættir