Mörkin: Stórkostleg mörk í Manchester

ÍÞRÓTTIR  | 11. maí | 19:27 
Þrjú lagleg mörk litu dagsins ljós þegar Leicester heimsótti Mancester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þrjú lagleg mörk litu dagsins ljós þegar Leicester heimsótti Mancester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Luke Thomas kom Leicester yfir með frábæru, viðstöðulausu skoti úr teignum, sem fór í samskeytin og inn.

Mason Greenwood jafnaði metin fyrir United með laglegu einstaklingsframtaki áður en Caglar Söyüncü tryggði Leicester sigur með föstum skalla eftir hornspyrnu.

Leikur Manchester United og Leicester var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir