Mörkin: Spánverjinn gekk frá Burnley

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 14:14 
Spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo lét heldur betur að sér kveða er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Leeds gegn Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo lét heldur betur að sér kveða er hann kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Leeds gegn Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Rodrigo kom inn á í stöðunni 2:0 og hann gekk frá heimamönnum með tveimur mörkum á þremur mínútum og tryggði sannfærandi 4:0-sigur gestanna. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir