Eina fólkið í landinu sem er réttindalaust

ÍÞRÓTTIR  | 18. maí | 16:56 
„Ég get hvorki tekið yfirdrátt, lán né sótt um atvinnuleysisbætur,“ sagði Sturla Snær Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og atvinnumaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég get hvorki tekið yfirdrátt, lán né sótt um atvinnuleysisbætur,“ sagði Sturla Snær Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og atvinnumaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sturla hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og hefur því þurft að lifa á styrkjum síðan.

Hann hefur því verið tekjulaus undanfarin ár og oft og tíðum þurft að berjast í bökkum til þess að eiga ofan í sig og á þótt hann hafi verið heppinn með styrktaraðila undanfarin tvö ár.

„Það er í rauninni þannig að útigangsfólk er með meiri réttindi en íþróttafólk hér á landi sem er algjörlega galið,“ sagði Sturla.

„Íþróttafólk er að reyna að gera sitt allra besta, oftast einsamalt einhvers staðar út í löndum og það eina sem drífur mann áfram er eldmóðurinn.

„Íþróttafólkið í landinu er eina fólkið í landinu sem er svo gott sem réttindalaust,“ sagði Sturla meðal annars.

Viðtalið við Sturlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir