Skiptir ekki máli hversu góður þú ert á Íslandi

ÍÞRÓTTIR  | 1. júní | 17:22 
„Þegar að þú ert í einstaklingsíþrótt þá geturðu ekki falið þig á bakvið eitthvað lið,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þegar að þú ert í einstaklingsíþrótt þá geturðu ekki falið þig á bakvið eitthvað lið,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í spjótkasti og þrefaldur ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ásdís byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hún var tólf ára gömul en hún er ein fremsta frjálsíþróttakona sem Ísland hefur átt.

Hún lagði keppnisskóna á hilluna á síðasta ári eftir tuttugu ára farsælan feril þar sem hún varð meðal annars ellefu sinnum Íslandsmeistari í spjótkasti.

„Það eru mjög margir íþróttamenn sem detta í það að finnast þeir vera einskis virði,“ sagði Ásdís.

„Fjárhagslega hliðin á þessu er ofboðslega erfið líka og það skiptir engu máli hversu góður þú ert á Íslandi, þú verður aldrei ríkur á þessu sem dæmi.

Það er fjárhagslegt óöryggi sem fylgir þessu og mikil pressa en þetta er samt ofboðslega gaman líka,“ sagði Ásdís.

Viðtalið við Ásdísi í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir