Skákar þessi perla Stuðlagili?

FERÐALÖG  | 7. júní | 13:10 
Djúpt í giljum Fjallabaks er hryggur ólíkur öllum hryggjum sem þú hefur séð. Svo mikið er víst.

Djúpt í giljum Fjallabaks er hryggur ólíkur öllum hryggjum sem þú hefur séð. Svo mikið er víst.

Fyrir mörgum árum var uppi umræða um að virkja að Fjallabaki, nánar tiltekið við Torfajökul. Sem betur fer varð ekkert úr þeim plönum því ef satt skal segja þá er þetta svæði það fallegasta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Til að skilgreina svæðið þá er oftast átt við svæðið sunnan við Landmannalaugar. Svæði sem er fullt af náttúruperlum, hrikalegum giljum og litadýrð sem lætur engan ósnortin sem um það gengur vel búinn og tilbúinn til að hrífast, njóta, upplifa.

Á þessu svæði, inn af Sveinsgili, er hryggur sem einfaldlega heitir Hryggur og sjaldan hefur jafn fallegt náttúruundur fengið jafn lítilfjörlegt nafn. Það er við svona skrif sem það er gott að geta dregið fram og deilt myndbandi því oft á fólk erfitt með að trúa að Hryggur sé jafnmerkileg upplifun og hann er.

Líparít eða ljósgrýti útskýrir græna litinn og er það ekki þekkt annars staðar nema í Blábjörgum við Berufjörð. Höfundur er spenntur að heim­sækja staðinn eft­ir að hafa lesið sér til um undrið. 

Höfundur hefur tvívegis gengið upp að Hrygg og í bæði skiptin fór hann upp Halldórsgil og þaðan, eins og leiðin er mörkuð í landslagið, að Hrygg. Þetta er ganga sem krefst úthalds og hún tekur á. Það þarf að vaða yfir Jökulá, nokkrum sinnum og engin skal þramma af stað án þess að vera vel undirbúinn og hafa kynnt sér leiðina og veðurspá.

Gott að vita:

  • Það er auðvelt að leggja við upphaf slóðans upp Halldórsgil.
  • Þegar til baka er komið er upplagt að skella sér inn í Landmannalaugar og taka góða afslöppun í lauginni þar.
  • Hafðu nægan tíma. Það er margt fallegt sem fyrir augu þín ber á þessari mögnuðu leið.

Þættir