Hrun í bleikju, Grenlækur og afránið

VEIÐI  | 11. júní | 11:25 
Bleikjustofnar hafa minnkað nær samfellt frá aldamótum og víða má tala um hrun. Á sama tíma er mikil aukning á sjóbirtingi. Guðni Guðbergsson fer yfir þessa stöðu í spjallþætti Sporðakasta.

Bleikjustofnar hafa minnkað nær samfellt frá aldamótum og víða má tala um hrun. Á sama tíma er mikil aukning á sjóbirtingi. Guðni Guðbergsson fer yfir þessa stöðu í spjallþætti Sporðakasta.

Hann ræðir einnig stöðuna í Grenlæk sem nú er þurr á stórum kafla. Samkomulag var gert um vatnsstjórnun árið 2016, sem átti að tryggja vatn í Grenlæk og fleiri ár. Ef ekki verður komið vatn í haust er hætt við að sagan verði öll.

Rannsóknir Guðna og félaga leiddu í ljós að afrán á seiðum í Vesturdalsá, þegar þau gengu til sjávar var um helmingur. Þetta kom vísindamönnum mjög á óvart og vilja þeir skoða þessa hluti betur.

Guðni Guðbergsson fer yfir þessi mál og fleiri í spjallþætti dagsins.

Þættir