Átta ára í einsöng og kóreógrafíu

FÓLKIÐ  | 14. júní | 13:34 
„Ég var átta ára gömul og var sagt hvar ég ætti að standa á sviðinu, hvaða kóreógrafíu ég ætti að læra og hvaða einsöng ég ætti að syngja,“ segir söng- og leikkonan Unnur Eggertsdóttir þegar hún rifjar upp sínar fyrstu minningar af því að koma fram með Dóru Júlíu í Dagmálaþætti dagsins.

Í Dagmálum dagsins ræðir Dóra Júlía við Unni en þættirnir eru aðgengilegir áskrifendum Morgunblaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Unnur Eggertsdóttir lærði leiklist í New York-borg og frá því hún man eftir sér hefur henni fundist gaman að koma fram. Unnur kynntist leiklistarlífinu sem barn þegar hún var búsett í Kaliforníu með fjölskyldu sinni og tók þátt í nokkrum stórum sýningum í áhugaleikhúsum einungis átta ára gömul. Hún segir leiklistardraumnum hafa verið plantað í sig þegar hún var mjög ung eftir að hafa leikið í leikritum á borð við Óliver Twist, Fiðlarann á þakinu, Öskubusku-söngleikinn og leikritið Guys and Dolls.

„Ég var átta ára gömul og var sagt hvar ég ætti að standa á sviðinu, hvaða kóreógrafíu ég ætti að læra og hvaða einsöng ég ætti að syngja,“ rifjar Unnur upp. Hún segir þetta hafa verið mjög krefjandi en um leið féll hún strax fyrir leikhúslífinu. „Mér fannst meira að segja skemmtilegt að fara í prufurnar. Til dæmis að standa fyrir framan alla og syngja, bara ekkert mál  hvar á ég að standa?“ segir Unnur og bætir við: „Mér hefur bara alltaf fundist þetta svo gaman, að deila tilfinningum með fólki.“

Þættir