Ef ísbjörn kemur verður að drepa hann

INNLENT  | 16. júní | 10:09 
Áki Ármann Jónsson er ómyrkur í máli þegar kemur að endurskoðun villidýralöggjafarinnar sem Alþingi er með til umfjöllunar. Hann tekur nokkur dæmi um lagagreinar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og það þótt embættismenn viti betur.

Áki Ármann Jónsson er ómyrkur í máli þegar kemur að endurskoðun villidýralöggjafarinnar sem Alþingi er með til umfjöllunar. Hann tekur nokkur dæmi um lagagreinar sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum og það þótt embættismenn viti betur.

„Okkur ber að fanga ísbirni. En við höfum ekki kunnáttuna og það vill enginn taka við þeim. Við þurfum að vita nákvæmlega hversu þungt dýrið er til að geta svæft það. Ísbjörn getur sofið í klukkutíma. Ef það er lengri tími þá drepst hann,“ segir Áki Ármann Jónsson formaður SKOTVÍS.

Það vill enginn taka við ísbirni. Grænlendingar vilja það ekki, segir Áki. „Grænlendingar vilja ekki taka við honum. Ef við samþykkjum að drepa ísbirni þá er það stefnubreyting og það verður allt vitlaust.“

Áka finnst þetta mikill tvískinnungsháttur gagnvart hættulegasta landspendýri jarðarinnar. 

Hann ræðir þetta frekar í Dagmálum. Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Þættir