Fannst ekkert geta versnað

INNLENT  | 18. júní | 16:42 
„Á ákveðnum tímapunkti í mínu lífi var ég búin að missa allt,“ segir sálfræðingurinn Anna Dóra Steinþórsdóttir, sem missti vinnuna og húsnæðið auk þess að greinast með krabbamein. Þá breytti hún um stefnu og fór í sálfræðinámið. Hún segir marga hafa upplifað mikið mótlæti undanfarin misseri og hún hefur þá getað sótt í sína reynslu í ráðgjöf sinni.

„Á ákveðnum tímapunkti í mínu lífi var ég búin að missa allt,“ segir sálfræðingurinn Anna Dóra Steinþórsdóttir, sem missti vinnuna og húsnæðið auk þess að greinast með krabbamein. Þá breytti hún um stefnu og fór í sálfræðinámið. Hún segir marga hafa upplifað mikið mótlæti undanfarin misseri og hún hefur þá getað sótt í sína reynslu í ráðgjöf sinni.

Fólk hefur áhyggjur af því að missa vinnuna eða vinnuhlutfallið orðið miklu minna. Fólk sér þá ekki fram á að geta staðið við skuldbindingar sínar. Ef fólk er að upplifa kvíða í þessum aðstæðum þá erum við að tala um raunhæfan kvíða. Fólk er ekki að ofmeta eða vanmeta aðstæður.

Frétt mbl.is

Í slíkum aðstæðum getur stundum verið rétt að grípa til breytinga. Að hugsa hlutina upp á nýtt og takast á við eitthvað allt annað. Anna Dóra tók þá ákvörðun að prufa nýja hluti og skráði sig í sálfræðinám, þá orðin fertug. Á þessum tímapunkti hugsaði hún: hvað er ég að gera?, en á sama tíma fannst henni ekkert geta versnað. Í dag er hún þakklát fyrir sína reynslu.

Í mynd­skeiðinu má sjá stutt brot úr Dag­málsþætti dags­ins þar sem Anna Dóra ræðir við Berg­lindi Guðmunds­dótt­ur. Þætt­irn­ir eru aðgengi­leg­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Þættir