Opnuðu fyrir viðskipti í 12 þúsund feta hæð

VIÐSKIPTI  | 8. júlí | 15:42 
Viðstaddir fögnuðu ákaft og skáluðu í freyðivíni þegar bjöllu Kauphallarinnar var hringt í um 12 þúsund feta hæð á miðvikudag. Það var til að fagna skráningu Play á hlutabréfamarkað á Íslandi, sem gekk þó ekki í garð fyrr en klukkan hálftíu í morgun.

Viðstaddir fögnuðu ákaft og skáluðu í freyðivíni þegar bjöllu Kauphallarinnar var hringt í um 12 þúsund feta hæð á miðvikudag. Það var til að fagna skráningu Play á hlutabréfamarkað á Íslandi, sem gekk þó ekki í garð fyrr en klukkan hálftíu í morgun.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/07/07/haestanaegd_ahofn_i_utsynisflugi_yfir_reykjavik/ 

Í ræðu sinni við tilefnið sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, að hann fyndi til ábyrgðar vegna þess trausts sem félaginu var sýnt í nýafstöðnu hlutafjárútboði. Lagt var upp með að 4 milljarðar myndu safnast í útboðinu en áskriftir bárust að andvirði um 33 milljarða króna. Það er því ljóst að Play kemur með látum inn á íslenskan hlutabréfamarkað.

Birgir segir við mbl.is að rekstraumhverfi í flugbransanum sé erfitt og hann segir að forsvarsmenn Play muni bera virðingu og auðmýkt fyrir því, með því að flýta sér hægt í rekstri félagsins.

 

Play eykur við fjölbreytileikann í kauphöllinni

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, fagnar skráningu Play á hlutabréfamarkað og segir að með skráningunni verði til fjölbreyttari kostur fyrir fjárfesta. Félagið segir Magnús að hafi mikla vaxtarmöguleika.

Magnús segist einnig fagna nálgun Play á rekstur þess. Hann skynjar hógværð og yfirvegun í orðum forsvarsmanna félagsins og segir að það veiti sjálfu sér aðhald með góðri upplýsingagjöf til fjárfesta.

 

 

Þættir