Einhver díva sem er með tak á KSÍ

ÍÞRÓTTIR  | 12. júlí | 17:04 
„Maður þurfti alveg að bíta í tunguna á sér þegar umræðan fór af stað,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Maður þurfti alveg að bíta í tunguna á sér þegar umræðan fór af stað,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Jón Þór Hauksson lét af störfum sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í desember á síðasta ári eftir atvik sem átti sér stað þegar liðið fagnaði sæti í lokakeppni EM 2022 eftir 1:0-sigur gegn Ungverjalandi í Búdapest.

Mikið var rætt og ritað um atvikið í fjölmiðlum sem og hver yrði næsti þjálfari liðsins en þar var meðal annars ýjað að því að Sara Björk myndi ekki sætta sig við hvaða landsliðsþjálfara sem var.

„Mér fannst fjölmiðlar taka þetta atvik of langt, án þess kannski að vita hvað gerðist nákvæmlega,“ sagði Sara.

„Þetta var leiðinlegt fyrir hópinn og fór úr því að fagna sæti á EM í það að vera að svara fjölmiðlum og umræðunni sem var í gangi, eitthvað sem við áttum ekki að vera að fókusera á.

Ég veit ekki alveg hvaðan fólk hefur það að maður sé einhver díva sem sé með eitthvert tak á KSÍ en þetta er fólk sem þekkir mig ekki neitt,“ sagði Sara Björk.

Viðtalið við Söru Björk í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir