Björn Ingi léttist um rúm 50 kíló

INNLENT  | 23. júlí | 16:43 
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefmiðilsins Viljinn.is og höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru, er vart þekkjanlegur eftir að hafa gjörbreytt lífsstíl sínum. Í þætti dagsins í Dagmálum lýsir hann meðal annars hvernig hann náði tökum á lífi sínu og er það í fyrsta skipti sem hann opinberar það.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefmiðilsins Viljinn.is og höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru, er vart þekkjanlegur eftir að hafa gjörbreytt lífsstíl sínum. Í þætti dagsins í Dagmálum lýsir hann meðal annars hvernig hann náði tökum á lífi sínu og er það í fyrsta skipti sem hann opinberar það. 

Í þættinum ræðir hann einnig hvernig hann og Kolfinna Von Arnardóttir komust að því að þráðurinn á milli þeirra hafði í raun aldrei slitnað. Þau gengu í hjónaband árið 2015 og skildu að borði og sæng í fyrra. Björn Ingi upplýsir hversu miklir fagnaðarfundir urðu meðal barna þeirra þegar þau fengu vitneskju um að þau væru aftur byrjuð saman.

Björn Ingi er gestur Eggerts Skúlasonar í Dagmálum í dag og er þar fyrst og fremst að ræða þá uggvænlegu stöðu sem upp er komin í heimsfaraldrinum og knýr nú á nýjan leik dyra á Íslandi. 

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins og þeim sem hafa áskrift að mbl.is.

Þættir