Yfir 130 látnir í flóðum á Indlandi

ERLENT  | 24. júlí | 17:55 
Að minnsta kosti 136 eru látnir af völdum flóða á Indlandi og að minnsta kosti 135 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Úrhellisrigningar hafa valdið aurskriðum sem hrífa hús með sér.

Að minnsta kosti 136 eru látnir af völdum flóða á Indlandi og að minnsta kosti 135 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Úrhellisrigningar hafa valdið aurskriðum og flóðum sem hrífa hús með sér. 

Meira en helmingur dauðsfallanna átti sér stað í borginni Raigad, suður af Mumbai, þar sem aurskriður grófu tugi húsa niður svo 47 létust og mikill fjöldi fólks til viðbótar festist undir moldarlagi.

 

Ástandið er einna verst í ríkjunum Maharashstra og Goa, sem eru í vesturhluta Indlands. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum og hefur úrkoma slegið öll met. Ríkisstjóri Goa-héraðs, Pramod Sawant, segir flóðin vera þau verstu í áratugi.

Aurskriður sem hafa fallið loka vegum sem gerir það að verkum að björgunaraðilar eiga erfitt með að aðstoða fólk. Því hafa hermenn í sjó- og flugher Indlands verið kallaðir út til að hjálpa fólki. 

 

 

Frétt á vef BBC

Frétt á vef The Guardian

Þættir