Rafmagn sló út vegna eldinga

INNLENT  | 30. júlí | 23:33 
Rafmagn sló út vegna eldinga á stóru svæði í Bláskógabyggð í dag. Svæðið sem um ræðir er frá Efri-Reykjum í Biskupstungum að Geysi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær varð rafmagnslaust en þrumur og eldingar stóðu yfir seinnipart dags og hættu um sjöleytið.

Rafmagn sló út vegna eldinga á stóru svæði í Bláskógabyggð í dag. Svæðið sem um ræðir er frá Efri-Reykjum í Biskuptungum að Geysi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær varð rafmagnslaust en þrumur og eldingar stóðu yfir seinnipart dags og hættu um sjöleytið.

„Þetta er að tínast inn hægt og rólega og menn eru að vinna í því að koma þessu í lag,“ segir Lárus Einarsson hjá orkufyrirtækinu Rarik.

mbl.is

„Það hefur ekkert verið um eldingar í nokkurn tíma, síðast mældust eldingar um sjöleytið í kvöld. Það hefur ekkert mælst síðan þá og þessir stóru skýjabakkar eru nú horfnir,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Birtu tilkynningu

Rarik birti tilkynningu á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að rafmagnsbilun hafi átt sér stað vegna eldinga í Bláskógabyggð og að verið sé að leita að bilun.

Þá er fólk beðið að hafa samband við svæðisvakt Rarik í síma 528-9890 ef það hefur upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit.

Meðfylgj­andi mynd­skeið tók Sigurður Andri Sigvaldason.

Þættir