Hékk á klettsbrún, brosti og veifaði

FÓLKIÐ  | 30. ágúst | 9:58 
Sálfræðingurinn Anna Sigurðardóttir missti barn árið 2013 og upplifði áfallastreitu og verki sem varð til þess að hún tók sér leyfi frá störfum í nokkur ár. Hún segist hafa orðið fyrir hugljómun í hugleiðslunámskeiði á Bretlandi þar sem hún áttaði sig á því hversu alvarleg staðan væri hjá henni.

Sálfræðingurinn Anna Sigurðardóttir missti barn árið 2013 og upplifði áfallastreitu og verki sem varð til þess að hún tók sér leyfi frá störfum í nokkur ár. Hún segist hafa orðið fyrir hugljómun í hugleiðslunámskeiði á Bretlandi þar sem hún áttaði sig á því hversu alvarleg staðan væri hjá henni.  

Anna er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins. Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

Eftir að hafa starfað í tæpan áratug sem sálfræðingur opnaði Anna Heilsusetrið Samkennd í janúar á þessu ári. Áður en hún byrjaði að vinna sem sálfræðingur starfaði hún í tvo áratugi sem einkaþjálfari og þolfimikennari á Íslandi og víða um Evrópu. Margir þekkja til hennar sem afreksíþróttakonu í dansi, þolfimi og fitness. 

Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni segir Anna frá þessari lífsreynslu sinni í Bretlandi.

Nú stendur hugurinn til að setja á fót stuðningshópa fyrir fólk sem hefur upplifað kulnunar og/eða örmögnunareinkenni. Hún þekkir það sjálf að sum einkenni eins og orkuleysi, þreyta og heilaþoka getur tekið langan tíma að vinna úr þótt bati geti orðið á öðrum heilsufarsþáttum. Margir upplifa einnig einmanaleika, sektarkennd og skömm við að veikjast og að vera lengi frá störfum. En allt séu þetta í raun eðlilegar tilfinningar að upplifa miðað við þessa stöðu.

 

 

Þættir