Þurfti að treysta á greiðslulán frá foreldrunum

ÍÞRÓTTIR  | 3. september | 16:45 
„Ég var á styrk í mörg ár og þetta var mjög mikilvægur styrkur auðvitað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég var á styrk í mörg ár og þetta var mjög mikilvægur styrkur auðvitað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Eygló fór á tvenna Ólympíuleika fyrir Íslands hönd, í London 2012 og Ríó 2016, ásamt því að taka þátt í fjölda heims- og Evrópumeistaramóta.

Árið 2015 varð hún fyrst íslenskra kvenna til þess að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug og sama ár var hún kjörin íþróttamaður ársins.

„Í gegnum tíðina hef ég samt alltaf þurft að treysta á foreldra mína og peningalán frá þeim,“ sagði Eygló.

„Ég greiddi þeim svo til baka þegar ég fékk styrki oft á tíðum en ég hafði aldrei neinn tíma til að vera í vinnu.

Ég fékk sömu tækifæri og aðrir erlendir keppendur þegar kom að mótum og öðru en pressan var miklu meiri í kringum peninga þegar kom að persónulega lífinu,“ sagði Eygló.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir