„Virkilega sáttur með daginn“

ÍÞRÓTTIR  | 4. september | 16:33 
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkurliðs kvenna var mjög ánægður með sínar stúlkur eftir að hafa landað þungavigtar stigi gegn nýkrýndum meisturum Vals í Pepsi Max deild kvenna í dag.

Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkurliðs kvenna var mjög ánægður með sínar stúlkur eftir að hafa landað þungavigtar stigi gegn nýkrýndum meisturum Vals í Pepsi Max deild kvenna í dag. 

Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og sem fyrr segir stigið gerir stöðu liðsins nokkuð sterka fyrir síðustu umferðina og falldrauginn sem hefur svo sannarlega legið yfir grösum í Keflavík í sumar.   

Gunnar sagði leikskipulagið hafa gengið upp fullkomlega og með smá heppni hefði liðið jafnvel getað stolið sigrinum. 

Þættir