Borgarstjóri Parísar sækist eftir embætti forseta

ERLENT  | 12. september | 15:59 
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, lýsti því yfir fyrr í dag að hún hyggst sækjast eftir embætti forseta Frakklands á næsta ári. Hún er ein af stækkandi lista frambjóðenda sem eru að bjóða sig fram á móti núverandi forseta landsins, Emmanuel Macron.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, lýsti því yfir fyrr í dag að hún hygðist sækjast eftir embætti forseta Frakklands á næsta ári. Hún er á stækkandi lista frambjóðenda sem eru að bjóða sig fram á móti núverandi forseta landsins, Emmanuel Macron.

 

Hidalgo er talin líkleg til þess að hreppa tilnefningu Sósíalistaflokksins í Frakklandi til embættis forseta, en þó eru margar hindranir í hennar vegi áður en hún getur orðið fyrsti kvenkyns forseti Frakklands.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi Hidalgo 7-9% af atkvæðum kjósenda yrði hún valin sem forsetaframbjóðandi Sósíalistaflokksins.

Varar við ójöfnuði

Hidalgo er nokkuð umdeild í Frakkland og þá sérstaklega í París, þar sem undir hennar stjórn hefur hún reynt að minnka bílanotkun í borginni til þess að gera borgina umhverfisvænni og betri fyrir íbúana, en það hefur fallið illa í kramið hjá sumum íbúum höfuðborgarinnar.

Hidalgo varar við vaxandi ójöfnuði og segir að öll börn Frakklands eigi rétt á sömu tækifærunum. Hún hefur verið borgarstjóri Parísar frá árinu 2014.

Þættir