Þrjú mörk og rautt spjald í sigri Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 12. september | 17:57 
Mo Salah, Fabinho og Sadio Mané skoruðu allir í 3:0-sigri Liverpool á útivelli gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mo Salah, Fabinho og Sadio Mané skoruðu allir í 3:0-sigri Liverpool á útivelli gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leeds lék síðasta hálftímann manni færri þar sem Pascal Struijk fékk beint rautt spjald fyrir brot á Harvey Elliott á 60. mínútu. Elliott virtist meiðast illa og er ekki ósennilegt að um fótbrot sé að ræða.

Mörkin, rauða spjaldið og önnur tilþrif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir