„Sést á vellinum að ég er ánægður“

ÍÞRÓTTIR  | 16. september | 21:39 
Nicolás Richotti, argentískur bakvörður Njarðvíkinga, spilaði skínandi vel fyrir þá heimamenn í kvöld þegar þeir lögðu ÍR og tryggðu sér þar með sæti í úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik.

Nicolás Richotti, argentískur bakvörður Njarðvíkinga, spilaði skínandi vel fyrir þá heimamenn í kvöld þegar þeir lögðu ÍR og tryggðu sér þar með sæti í úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik. 

Njarðvík

Nicolas skoraði 19 stig í ansi jöfnu liði Njarðvíkinga þetta kvöldið og var hann nokkuð sáttur með kvöldið.

Nicolas sagði að leikurinn hafi verið stórt tækifæri fyrir klúbbinn til að komast í úrslit bikarsins. Hann sagði einnig að liðið hafi spilað einstaklega góðan liðsbolta í fyrri hálfleik þar sem að allir lögðu í púkkið. 

Kappinn sagðist finna vel fyrir því hversu mikið stuðningsmenn og aðrir í kringum liðið kunni að meta slíka spilamennsku eins og liðið sýndi í kvöld. 

Þættir