Meistararnir misstigu sig á heimavelli (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 18. september | 17:50 
Englandsmeistarar Manchester City misstigu sig er þeir gerðu markalaust jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Englandsmeistarar Manchester City misstigu sig er þeir gerðu markalaust jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

VAR var áberandi á Etihad-vellinum í dag. Southampton fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem var dregin til baka eftir skoðun í VAR og mark var dæmt af Raheem Sterling undir lokin vegna rangstöðu, aftur eftir skoðun í VAR.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir