Móðir allra áskorana

ÍÞRÓTTIR  | 30. september | 11:35 
„Þetta verður móðir allra áskorana að reyna fylla skörðin sem Kári og Sölvi skilja eftir sig,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Þetta verður móðir allra áskorana að reyna fylla skörðin sem Kári og Sölvi skilja eftir sig,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen munu leggja skóna á hilluna að tímabili lokni en þeir hafa verið burðarásar í liði Víkinga undanfarin tímabil.

Þeir eru ekki bara gríðarlega mikilvægir liðinu innan vallar heldur miklir leiðtogar utan vallar enda báðir með fjölda landsleikja á bakinu fyrir íslenska karlalandsliðið.

„Það eru ákveðnir karakterar í öllum sigurliðum sem þarf að viðhalda og ég get til dæmis ekki bara fengið einhvern góðan leik sem talar ekki neitt í klefanum,“ sagði Arnar.

„Ég kvíði fyrir þessu. Við þurfum að vanda valið mjög vel og sjá til þess að við fáum leikmann sem er peninganna virði,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir