Ekki viss um að United geti brúað bilið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. október | 18:06 
Carl Anka, blaðamaður hjá The Athletic, segir að það muni reynast ansi erfitt fyrir Manchester United að ná í þann stigafjölda sem til þurfi til þess að standa uppi sem sigurvegarar í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Carl Anka, blaðamaður hjá The Athletic, segir að það muni reynast ansi erfitt fyrir Manchester United að ná í þann stigafjölda sem til þurfi til þess að standa uppi sem sigurvegarar í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Manchester United hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili, 12 stigum á eftir nágrönnunum í Manchester City, sem endaði með 86 stig.

„Á síðasta tímabili enduðu þeir með 74 stig. En á meðan City og Chelsea hafa bæði styrkt sig eins og United þarf líklega að enda með nær 86 til 88 stig til þess að vinna ensku úrvalsdeildina.

Getur United brúað það bil? Ég er ekki alveg viss um það,“ segir Anka.

Bollaleggingar Anka um Manchester United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Manchester United heimsækir Leicester City í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14 á morgun og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Þættir