Veisla fyrir mann sem elskar pítsur

ÍÞRÓTTIR  | 22. október | 14:01 
„Ég skipti yfir í Berserki þegar ég var í öðrum flokki því ég sá bara að ég væri ekki að fara að spila neitt með meistaraflokknum,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég skipti yfir í Berserki þegar ég var í öðrum flokki því ég sá bara að ég væri ekki að fara að spila neitt með meistaraflokknum,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Halldór Smári, sem er 33 ára, lék aðeins þrjá leiki með Berserkjum sem eru venslalið Reykjavíkurvíkinga.

Magnús Gylfason var þá þjálfari Víkinga en reglurnar fyrir leiki voru aðeins frábrugðnar því sem gengur og gerist í fótboltanum í dag.

„Þegar Maggi Gylfa var með liðið þá voru það bara Wilson-pítsur fyrir leiki,“ sagði Halldór Smári.

„Þetta var alveg steikt en fyrir mann sem var ekki að spila neitt var þetta auðvitað bara algjör veisla,“ bætti Halldór Smári við.

Viðtalið við Halldór Smára í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

Þættir