Tár og bros þegar Bandaríkin opnuðust

FERÐALÖG  | 9. nóvember | 13:17 
Það var tilfinningarík stund þegar fyrsta flugvélin frá Evrópu lenti á John F. Kennedy-alþjóðaflugvellinum í New York í Bandaríkjunum í gær. Bandaríkin opnuðu landamæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum í gær eftir að landið hafði verið lokað í 20 mánuði.

Það var tilfinningarík stund þegar fyrsta flugvélin frá Evrópu lenti á John F. Kennedy-alþjóðaflugvellinum í New York í Bandaríkjunum í gær. Bandaríkin opnuðu landamæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum í gær eftir að landið hafði verið lokað í 20 mánuði. 

Fagnaðarlæti brutust út á flugvellinum þegar farþegarnir tíndust einn af öðrum inn úr landamæraeftirlitinu þegar fjölskyldur sameinuðust á ný eftir langan aðskilnað. 

Einn viðmælandi AFP, Alison Henry, hitti son sinn á flugvellinum í fyrsta skipti í hátt í þrjú ár. „Ég trúi þessu ekki, tvö og hálft ár,“ sagði Henry. 

Tvær vélar frá British Airways og Virgin Atlantic lentu á JFK-velli í gær frá London.

Bandaríkin opnuðu landamæri sín fyrir farþegum frá á fjórða tug landa. Vel verður þó fylgst með ferðamönnunum sem þurfa að sýna vottorð um bólusetningu og neikvætt kórónuveirupróf. Óbólusettir ferðamenn mega koma til landsins en aðeins í ferðalögum sem teljast nauðsynleg.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/11/07/bandarikin_opin_evropubuum/

Þættir