Glæsileg afgreiðsla í sigri Arsenal (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 27. nóvember | 15:28 
Gabriel Martinelli kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í 2:0-sigri Arsenal á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveimur mínútum síðar var hann búinn að innsigla sigurinn með glæsilegu marki.

Gabriel Martinelli kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í 2:0-sigri Arsenal á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveimur mínútum síðar var hann búinn að innsigla sigurinn með glæsilegu marki.

Bukayo Saka kom Arsenal yfir á 56. mínútu en þurfti að fara af velli á 64. mínútu. Martinelli kom inn á í hans stað og lét sitt ekki eftir liggja, því hann komst einnig á blað.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir