75% markmiða renna út í sandinn

FÓLKIÐ  | 3. janúar | 10:08 
Af þeim sem setja sér áramótaheit eru flestir almennt ekki að setja sér önnur markmið yfir árið. Yfir 75% af markmiðum renna út í sandinn sem bendir til þess að það sem við erum að gera sé rangt. Markmiðssetning um áramót er til umfjöllunar í Dagmálum í dag.

Af þeim sem setja sér áramótaheit eru flestir almennt ekki að setja sér önnur markmið yfir árið. Yfir 75% af markmiðum renna út í sandinn sem bendir til þess að það sem við erum að gera sé rangt. 

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, annar eigandi MUNUM og framkvæmdastjóri ÍMARK, er viðmælandi Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálaþætti dagsins. MUNUM er lítið útgáfufyrirtæki sem gefur út dagbækur sem hannaðar eru með það að leiðarljósi að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða hugsun og eins halda vel utan um almennt skipulag.

Í þessu myndskeiði fer Þóra yfir það af hverju við erum líkleg til að gefast upp á markmiðum sem við setjum okkur í upphafi árs og hvaða leiðir eru væntanlegri til árangurs. 

Þóra og Erla Björnsdóttir, meðeigandi MUNUM, verða með opinn fyrirlestur 10. janúar og munu í kjölfarið byrja með 30 daga áskorun. 

Dagmál Morgunblaðsins eru aðgengileg fyrir áskrifendur en einnig er hægt að kaupa vikupassa og fá aðgang að öllum þáttunum.

Þátturinn

Þættir