Mörg vopn til í baráttu við svifryk

INNLENT  | 11. janúar | 9:33 
Hægt er að gera margt til að draga úr svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Björgvins Jóns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hreinsitækni sem sér um að þrífa samgöngumannvirki í borginni og nágrannasveitarfélögum.

Hægt er að gera margt til að draga úr svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mat Björgvins Jóns Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Hreinsitækni sem sér um að þrífa samgöngumannvirki í borginni og nágrannasveitarfélögum.

Fram undan er svifrykstíminn þar sem á þurrum og köldum dögum má sjá rykský yfir helstu umferðaræðum borgarinnar. Björgvin segir að með auknum og skilvirkari þrifum á þessum helstu stofnæðum megi ná meiri árangri. Hann nefnir einnig að borgin sé eftirbátur annarra borga hvað viðkemur þrifum á gatnakerfi. Nefnir hann sem dæmi Osló þar sem borgin er sópuð og hreinsuð á tveggja vikna fresti. Til samanburðar er Reykjavík þrifin þrisvar til fimm sinnum á ári.

Hann bendir einnig á að betri frágangur á samgöngumannvirkjum skipti miklu máli í baráttunni við rykið. Þegar horft er til mikilla framkvæmda í sveitarfélagi sé eðlilegt að verktökum sé gert að tryggja þrif á stórum bílum sem annars bera með sér mikla drullu út á götur.

Hann telur brýnt að fylgjast með ástandi gatna og helstu stofnæða og nýta þá glugga sem gefast að vetri til. Þannig verði mjög dregið úr svifrykinu.

Björgvin Jón Bjarnason er gestur Dagmála í dag. 

Þættir