Fékk gefins eiturlyf þegar hún skrifaði undir plötusamning

SMARTLAND  | 14. janúar | 13:45 
Þórunn Antonía Magnúsdóttir var gestur Heimilislífs í síðustu viku. Þar sagði hún frá kynnum sínum við söngkonuna Amy Winehouse. Þórunn Antonía kynntist henni áður en Winehouse varð stórstjarna. Hún segir að það hafi verið átakanlegt að horfa upp á ágang fjölmiðla í garð Winehouse.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir var gestur Heimilislífs í síðustu viku. Þar sagði hún frá kynnum sínum við söngkonuna Amy Winehouse. Þórunn Antonía kynntist henni áður en Winehouse varð stórstjarna. Hún segir að það hafi verið átakanlegt að horfa upp á ágang fjölmiðla í garð Winehouse. 

„Hún var fíkill í grunninn og var að burðast með bakkus,“ segir Þórunn Antonía um vinkonu sína Amy Winehous. 

Þórunn Antonía segir að það hafi verið mikið dóp í tónlistarheiminum í Bretlandi. 

„Plötufyrirtækin gáfu fólki eiturlyf. Ég fékk kókaín þegar ég skrifaði undir plötusamning,“ segir hún. 

https://www.mbl.is/smartland/heimilislif/2022/01/14/thorunn_antonia_a_eitt_bleikasta_heimili_landsins/

Þættir